„Sorglegt“ að málið sé komið á þennan stað

Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina.
Horft af Vatnsendahvarfi, þar sem leggja á hraðbraut, yfir höfuðborgina. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

Deili­skipu­lag Vatns­enda­hvarfs verður lagt fyr­ir borg­ar­ráð á morg­un. Að sögn tals­manns Nátt­úru­vina Reykja­vík­ur og Vina Vatns­enda­hvarfs eru all­ar lík­ur á að það verði samþykkt. Hún seg­ir það sorg­legt að málið sé komið á þenn­an stað.

„Miðað við það að þetta var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði þá eru all­ir lík­ur á því að deilu­skipu­lagið verði samþykkt í borg­ar­ráði líka,“ seg­ir Helga Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir í sam­tali við mbl.is.

Það kem­ur Helgu í raun­inni ekki á óvart að málið sé komið svona langt. „Afstaða borg­ar­inn­ar hef­ur alltaf verið að keyra bara beint áfram og hlusta ekki á at­huga­semd­ir íbúa og taka ekki til­lit til þeirra.“

20 ára gam­alt um­hverf­is­mat

Þá bæt­ir hún við að þetta séu veru­leg von­brigði, sér­stak­lega í ljósi þess að not­ast er við 20 ára gam­alt um­hverf­is­mat.

Helga seg­ir að fyr­ir­hugað sé að fram­kvæmd­ir hefj­ist í haust og að Vega­gerðin sjái um fram­kvæmd­ina með fjár­magni frá rík­inu.

Hún bend­ir þó á að það hafi verið bók­un frá meiri­hlut­an­um á síðasta fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs þar sem lögð var mik­il áhersla á að fjár­magn fyr­ir áætluðum vist­lok­um yrði einnig komið áður en fram­kvæmd­ir hæf­ust.

„En fjár­mögn­un fyr­ir það er al­farið í hönd­um Kópa­vogs­bæj­ar, svo það verður áhuga­vert að sjá hvernig það spil­ast út,“ bæt­ir Helga við.

Kostnaður far­inn að nálg­ast sjö millj­arða

Hún bend­ir á að fyr­ir þrem­ur árum var áætlað að veg­ur­inn myndi kosta 4,5 millj­arða og að hvort vist­lokið um sig væri á 900 millj­ón­ir. Heild­ar­kostnaður­inn af veg­in­um er því lík­lega far­inn að nálg­ast sjö millj­arða.

„Þau vildu alls ekki skoða það að leggja veg­inn í stokk eða göng því kostnaður­inn er svo mik­ill, en til sam­an­b­urðar kostuðu Dýra­fjarðargöng sem eru 5,6 kíló­metr­ar inn­an við 10 millj­arða. Mér finnst svo sér­stakt að það skuli ekki vera neinn vilji til að staldra við og skoða hvort það sé hægt að gera þetta eitt­hvað bet­ur.“

Þá seg­ir Helga Fram­sókn engu hafa svarað en í færslu á Face­book-hóp íbúa­sam­tak­anna Vina Vatns­enda­hvarfs fyr­ir viku síðan sagði hún Fram­sókn hafa svikið kosn­ingalof­orð þegar deili­skipu­lagið var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur. Þor­vald­ur Daní­els­son vara­borg­ar­full­trúi hafi verið staðfast­ur á því að Fram­sókn myndi ekki samþykkja Arn­ar­nes­veg í nú­ver­andi mynd.

Ekki öll von úti

Hún bæt­ir við að ef deili­skipu­lagið verði samþykkt þá muni þau kæra niður­stöðuna.

„Þetta er ekki al­veg búið,“ seg­ir hún en bend­ir á að síðast hafi kær­an ekki verið tek­in efn­is­lega fyr­ir því íbú­ar sem búa í ná­grenni við fram­kvæmd­ina voru ekki tald­ir eiga hags­muna að gæta. Þau ætli sér þó að leggja all­an þunga á þetta.

„Það er ekki öll von úti. En það er leiðin­legt að þetta þurfi að ganga svona langt í staðinn fyr­ir að fólk setj­ist niður og finni bestu lausn­ina fyr­ir alla,“ seg­ir Helga að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert