Stækkuð bráðadagdeild tekin í notkun

Már Kristjánsson yfirlæknir, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Runólfur Pálsson …
Már Kristjánsson yfirlæknir, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Runólfur Pálsson forstjóri við opnun bráðadagdeildar.

Stækkuð bráðadag­deild var tek­in í notk­un á Land­spít­al­an­um í dag, en hún er í bygg­ingu spít­al­ans í Foss­vogi. Á auk­in starf­semi deild­ar­inn­ar að koma til móts við þann mikla vanda sem bráðamót­tak­an hef­ur glímt við.

Á bráðadag­deild er þjón­usta við sjúk­linga með aðkallandi lyflækn­is­fræðileg vanda­mál sem krefjast meiri rann­sókna, sér­fræðimats eða meðferðar en hægt er að veita með góðu móti utan Land­spít­ala en eru þó ekki það bráð að þau þarfn­ist skjótr­ar úr­lausn­ar á bráðamót­töku.

Var fund­ar­sal í skála á ann­arri hæð breytt í her­bergi fyr­ir sjúk­linga með sex meðferðarstól­um. Jafn­framt var sett her­bergi í skál­ann, fram­an við her­bergi þar sem sýkla­lyfja­gjöf í æð fyr­ir ferl­isjúk­linga hef­ur verið, þar sem að unnt verður að skoða sjúk­linga og fara yfir niður­stöður rann­sókna. Þá er fyr­ir­hugað að aðgerðar­her­bergi tauga­lækna tengt legu­deild B2 flytj­ist á E2 og þar verði vinnuaðstaða starfs­fólks bráðadag­deild­ar lyflæknaþjón­ust­unn­ar.

Um miðjan síðasta mánuð var starf­semi bráðadag­deild­ar auk­in þegar sett var á fót fjarþjón­usta sem ætlað er að koma bráðveik­um sjúk­ling­um sem þarfn­ast þjón­ustu spít­al­ans en þó mats eða meðferðar á bráðamót­töku í viðeig­andi far­veg hratt og vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert