Tæp 1.300 komin hingað frá Úkraínu

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu, og …
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við opnun móttökumiðstöðvar umsækjenda um alþjóðlega vernd í apríl síðastliðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Áfram streym­ir flótta­fólk frá Úkraínu til Íslands og hafa stjórn­völd tekið við 1.293 manns á flótta þaðan en alls hef­ur verið tekið við 2.042 flótta­mönn­um á þessu ári.

„Það er tölu­verður fjöldi sem hef­ur verið að koma. Þetta hef­ur gengið ótrú­lega vel,“ seg­ir Gylfi Þór Þor­steins­son, aðgerðastjóri teym­is um mót­töku flótta­fólks frá Úkraínu.

Hús­næði Útlend­inga­stofn­un­ar eru þétt­set­in að sögn Gylfa. Á meðal skamm­tíma­úr­ræðanna er Hót­el Saga, hvar fólk dvel­ur í tvær til átta vik­ur en síðan flyt­ur fólk í hús­næði á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna. „Það er reyt­ing­ur alltaf, fólk að koma og fara eins og geng­ur og ger­ist,“ seg­ir hann en ný­verið komu 98 manns til lands­ins á um það bil einni viku.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert