Þrjá tíma að reykræsta eftir eld í hraðbanka

Hraðbankinn er ónýtur.
Hraðbankinn er ónýtur. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í hraðbanka utan á Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða og var einn slökkviliðsbíll sendur á vettvang um þrjúleytið í nótt.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu lauk mannskapurinn störfum rétt fyrir klukkan sex í morgun. Töluverður reykur barst inn í húsið og fór mestur tími í reykræstingu.

Hraðbankinn er ónýtur en varðstjórinn segir að það komi í ljós þegar líður á daginn varðandi reykskemmdir. Ekki er ljóst hvernig kviknaði í hraðbankanum.

Slökkviliðið fór í sjö önnur útköll á dælubílum. Voru þau m.a. farin vegna bilunar í brunakerfum og vatnsleka.

Uppfært kl. 7.00:

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að lögreglan hafi komið á vettvang á undan slökkviliðinu og slökkt eld í hraðbankanum með slökkvitæki úr lögreglubifreið með góðum árangri.

Slökkviliðið kom síðar á vettvang með hitamyndavél til að tryggja að lögreglan hafi sinnt slökkvistörfum af kostgæfni.

Þegar því var lokið hófst reykræsting í húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert