Framkvæmdir við Hvaleyrarvatn, sem hófust í byrjun júní, ganga eftir áætlun, segir Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Vargs verktaka.
Umrætt verk er á vegum Hafnarfjarðarbæjar, en það felur í sér lagningu á nýjum útivistarstíg meðfram Hvaleyrarvatni og hliðarstígar verða lagðir út frá honum til að auðvelda aðgengi fatlaðra. Seinna verður yfirborðsfrágangur á bílastæðinu við vesturenda vatnsins og malbikun á veginum að stæðinu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.