„Við fáum lítið að kenna á þessari hitabylgju“

Meðalhiti var undir meðallagi í júní á meðan hitabylgja hefur …
Meðalhiti var undir meðallagi í júní á meðan hitabylgja hefur verið í vestanverðri Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í júní var frek­ar svalt alla vega á suðvest­ur­landi. Meðal­hit­inn í Reykja­vík var rétt und­ir meðallagi, en það var aðeins hlýrra á Ak­ur­eyri í júní,“ seg­ir Þor­steinn V. Jóns­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is.

„Við erum bara í ein­hverri lægðarbraut hérna og svalt loft norður af land­inu. Við fáum lítið að kenna á þess­ari hita­bylgju í Evr­ópu næstu daga virðist vera,“ seg­ir Þor­steinn.

„Það koma lægðag­us­ur næstu viku. Nokkuð kröpp lægð kem­ur upp að land­inu í kvöld og það verður svo­lítið hvasst víða á land­inu á morg­un. Við erum með gula viðvör­un fyr­ir suðaust­ur­land.

Strax á föstu­dag­inn kem­ur næsta lægð og mér sýn­ist vera önn­ur lægð sem kem­ur á miðviku­dag eða fimmtu­dag í næstu viku. Við erum í svöl­um straumi hérna á meðan þetta heita loft er yfir Evr­ópu,“ seg­ir Þor­steinn.

Hiti ná­lægt 20 stig­um fyr­ir aust­an

„Yfir vest­ur­hluta lands­ins verður hiti rétt yfir 10 gráður á fimmtu­dag og föstu­dag. Aðeins hlýrra verður um helg­ina en það rign­ir eig­in­lega alla dag­ana,“ seg­ir Þor­steinn.

„Á Aust­fjörðum og Aust­ur­landi verður sól­skin og hit­inn fer ná­lægt tutt­ugu stig­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert