Vigdís sækir um stöðu bæjarstjóra

Vigdís sækist eftir stöðu bæjarstjóra Hveragerðis.
Vigdís sækist eftir stöðu bæjarstjóra Hveragerðis. Ljósmynd/Styrmir Kári

Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, er á meðal þeirra sem sækj­ast eft­ir stöðu bæj­ar­stjóra Hvera­gerðis. 

Auk henn­ar sækj­ast þeir Glúm­ur Bald­vins­son, formaður Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins, og Karl Gauti Hjalta­son fyrr­ver­andi þingmaður, eft­ir embætt­inu.

Hvera­gerði birti í dag lista yfir um­sækj­end­ur um stöðu bæj­ar­stjóra en í bæn­um mynda Okk­ar Hvera­gerði og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn meiri­hluta. Al­dís Haf­steins­dótt­ir, frá­far­andi bæj­ar­stjóri, leit­ar á önn­ur mið og mun taka við sem sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps.

Um­sækj­end­ur voru eft­ir­far­andi:

  • Ágúst Örlaug­ur Magnús­son - Vakt­stjóri
  • Geir Sveins­son - Sjálf­stætt starf­andi
  • Glúm­ur Bald­vins­son - Sjálf­stætt starf­andi
  • Jón Aron Sig­munds­son - Sjálf­stætt starf­andi
  • Karl Gauti Hjalta­son - Fyrrv. þingmaður
  • Karl Óttar Pét­urs­son - Lögmaður
  • Kol­brún Hrafn­kels­dótt­ir - For­stjóri
  • Kon­ráð Gylfa­son - Fram­kvæmda­stjóri
  • Krist­inn Óðins­son - CFO
  • Lína Björg Tryggva­dótt­ir - Skrif­stofu­stjóri
  • Magnús Björg­vin Jó­hann­es­son - Fram­kvæmda­stjóri
  • Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir - Fyrrv. bæj­ar­stjóri
  • Sig­urður Erl­ings­son - Stjórn­ar­formaður
  • Sig­ur­geir Snorri Gunn­ars­son - Eft­ir­launaþegi
  • Valdi­mar O. Her­manns­son - Fyrrv. sveit­ar­stjóri
  • Vig­dís Hauks­dótt­ir - Fyrrv. borg­ar­full­trúi
  • Þor­steinn Þor­steins­son - Deild­ar­stjóri
  • Þór­dís Sif Sig­urðardótt­ir - Fyrrv. sveit­ar­stjóri
  • Þröst­ur Óskars­son - Sér­fræðing­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert