Deiliskipulagið samþykkt en ætla að tryggja útivist

Horft af Vatnsendahvarfi, yfir útivistarsvæðið þar sem leggja á Arnarnesveg.
Horft af Vatnsendahvarfi, yfir útivistarsvæðið þar sem leggja á Arnarnesveg. Ljósmynd/Helga Kristín Gunnarsdóttir

Deiliskipulag Vatnsendahvarfs var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Þetta staðfestir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs í samtali við mbl.is. Er því ljóst að Arnarnesvegur verður lagður þvert yfir útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Einar segir að um sé að ræða mikla samgöngubót.

Deiliskipulagið hefur mætt þó nokkurri gagnrýni og þá helst frá Náttúruvinum Reykjavíkur og Vinum Vatnsendahvarfs sem segja málið sorglegt. Hafa þau bent á að notast er við 20 ára umhverfismat. Helga Kristín Gunnarsdóttir, talsmaður félaganna sagði í samtali við mbl.is að ef skipulagið yrði samþykkt myndi félagið kæra það.

Kópavogsbær lagði mikla áherslu á þetta

Einar bendir á að deiliskipulagið hafði áður verið samþykkt í skipulagsráði og að Kópavogsbær hafði einnig samþykkt sömu deiliskipulagstillögu.

Spurður hvort að þessi útfærsla væri skilyrði Kópavogsbæjar fyrir því að samþykkja Samgöngusáttmálan segir Einar að bærinn hafi lagt mikla áherslu á að Arnarnesvegur yrði hluti af gerð sáttmálans á þeim tíma.

Vegurinn verður mikil samgöngubót og greiðir fyrir umferðarflæði,“ segir Einar um fyrirhugaðan Arnarnesveg. Bætir hann þá við í lokin að Reykjavík leggi mikla áherslu á að gripið verði til mótvægisaðgerða vegna útivistar á svæðinu. Bendir hann á að deiliskipulagið geri ráð fyrir því.

Lítur því allt út fyrir að framkvæmdir að Arnarnesvegi muni hefjast í haust. 

Gert er ráð fyr­ir mikl­um um­ferðarmann­virkj­um sem einnig teygja sig …
Gert er ráð fyr­ir mikl­um um­ferðarmann­virkj­um sem einnig teygja sig inn í Elliðaár­dal, eins og sjá má af teikn­ing­unni Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert