Reikna með framlengdu varðhaldi yfir verkamanninum

Grímur segir rannsókn málsins miða vel.
Grímur segir rannsókn málsins miða vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæslu­v­arðhald yfir verka­mann­in­um sem réðist að sam­starfs­manni sín­um, með haka og klauf­ham­ar að vopni, renn­ur út á morg­un. 

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar, reikn­ar með því að farið verði fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir viðkom­andi. 

Hann seg­ir rann­sókn máls­ins þó ganga nokkuð vel. 

Blóð á Seltjarn­ar­nesi

Til­drög at­viks­ins voru þau að til átaka kom milli bygg­inga­verka­manna sem voru við vinnu á Seltjarn­ar­nesi. 

Starfsmaður verk­taka­fyr­ir­tæk­is réðist þá á sam­starfs­mann sinn með klauf­hamri og haka. Sá sem varð fyr­ir árás­inni fékk tölu­verða höfuðáverka, og vitni segja blóð hafa foss­ast út úr höfði hans. 

Sam­starfs­menn mann­anna náðu að yf­ir­buga árás­ar­mann­inn þar til lög­reglu bar að garði og var hann þá hand­tek­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert