Alhæfing elur á fordómum og ótta

Mikil skelfing greip um sig í höfuðborg Danmerkur sl. mánudag.
Mikil skelfing greip um sig í höfuðborg Danmerkur sl. mánudag. AFP/Ólafur Steinar Gestsson

Tíðni skotárása hérlendis sem og nýleg ódæðisverk í Ósló og Kaupmannahöfn hafa verið mikið í umræðunni síðastliðna daga. Umræðan hefur beinst að öryggisþáttum, m.a. að vopnalöggjöf hérlendis og aðgengi fólks að skotvopnum.

Eins hefur mikið verið rætt um geðheilbrigðismál í tengslum við skotárásir og hvað hægt sé að gera í þeim málaflokki til að sporna gegn slíkum árásum. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að ekki eigi að vera samasemmerki á milli umræðna um skotvopn og geðheilbrigðismál.

Styttum okkur leið að lausn

„Við ættum kannski að skoða hvað veldur því að fólk er í þeirri stöðu að það beitir annað fólk ofbeldi, í stað þess að tengja það strax við geðrænar áskoranir og þannig ala á fordómum,“ segir hann við Morgunblaðið. Þegar um sé að ræða jaðartilvik þar sem fólk framkvæmi eitthvað sem sé samfélaginu óskiljanlegt þá megi yfirleitt finna orsök þess í sögu viðkomandi árásarmanns.

„Í kjölfarið reynum við alltaf sem samfélag að stytta okkur leiðir í að finna lausn, þar sem við hugsum um hvort að nú þurfi ekki að loka fleiri inni, efla gæslu og draga úr vopnaeign. Það kann að vera ágæt hugmynd að herða vopnalöggjöf en ekki sem viðbrögð við mun dýpri vanda. Hvernig við tölum um geðheilbrigðismál á að vera meira orsakamiðað í stað þess að bregðast stöðugt við afleiðingunum. Við þurfum að skoða hvernig við getum búið þannig í haginn að sem flestum í þessu samfélagi vegni vel og líði vel.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka