Bæjarstjórinn bakkaði á álfaklettinn

Kristinn bæjarstjóri við hina skeinuhættu hraunnibbu.
Kristinn bæjarstjóri við hina skeinuhættu hraunnibbu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég tók sjálf­ur skell­inn vegna tjóns­ins. Fannst hrein­lega ekki hægt að senda inn skýrslu til trygg­inga­fé­lags og blanda álf­um og huldu­fólki inn í at­vika­lýs­ingu,“ seg­ir Krist­inn Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Snæ­fells­bæ.

Gras­in vax­in hraunnibba við hús bæj­ar­skrif­stof­unn­ar þar vestra, sem stend­ur við göt­una Kletts­búð á Hell­is­sandi, er úti í kanti á steyptu plani fyr­ir fram­an bíl­skúr á hús­inu. Og stein­arn­ir tala, eins og oft er sagt.

Griðastaður í grjóti

Bygg­ing­in við Kletts­búð var reist fyr­ir 40 árum og þar var lengi úti­bú Lands­bank­ans. Ætla má að eðli­leg­ast hefði verið við bygg­inga­fram­kvæmd­ir á sín­um tíma að moka drýl­inu burt, enda sviplíkt mörg­um öðrum á þess­um slóðum. Krist­inn seg­ir slíkt þó aldrei hafa komið til greina, enda sé trú Sand­ara – eins og íbú­ar á þess­um slóðum eru gjarn­an kallaðir – að sitt­hvað búi þarna í grjót­inu. Huld­ar vætt­ir eigi sér bú­stað í steini þess­um á bíla­stæðinu sem því hafi fengið að halda sér. Rösk­un geti raskað ró þeirra sem eiga sér griðastað í grjót­inu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert