Banaslys á Meðallandsvegi

mbl.is

Kona lést sem var farþegi í bíl þar sem al­var­legt um­ferðarslys varð á vegi 204 Meðallandi í Skaft­ár­hrepp í nótt. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi voru tveir aðrir farþegar flutt­ir mikið slasaðir á sjúkra­hús með þyrlu. Ökumaður bíls­ins slapp án meiðsla.

Málið er í rann­sókn og frek­ari upp­lýs­ing­ar um hana verða ekki gefn­ar að sinni.

Veg­in­um var lokað á meðan rann­sókn á vett­vangi fór fram en hef­ur verið opnaður að nýju að sögn lög­reglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert