Björguðu hringveginum með sólarhringsvinnu

Margar árnar í Skagafirði eru kolmórauðar eftir úrhellisrigningu sem var …
Margar árnar í Skagafirði eru kolmórauðar eftir úrhellisrigningu sem var þar í gær. Ljósmynd/Aðsend

Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í ám í Skagaf­irði. Skúli Hall­dórs­son, verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Skagaf­irði, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann og fleiri hafi unnið hörðum hönd­um í alla nótt til að koma í veg fyr­ir að gíf­ur­legt tjón yrði.

Rignt hef­ur mikið á svæðinu und­an­farið og af þeim sök­um hef­ur orðið mik­ill vatna­vöxt­ur í ánum. Þetta hef­ur valdið því að á ýms­um stöðum hef­ur flætt tölu­vert en mesta flóðið var í Djúpa­dalsá. 

„Það er búið að vera svo kalt og því mik­ill snjór til fjalla og þegar það ger­ist svona úr­hell­is­rign­ing eins og í all­an gær­dag, og hlý­indi með, þá bráðnar til fjalla og vatnið fer fram,“ seg­ir Skúli spurður hvað hafi valdið þess­um skyndi­lega vexti. 

Fyrst núna að ró­ast

Skúli seg­ir að Vega­gerðin hafi fyrst fengið til­kynn­ingu um að ár væru að flæða yfir bakka sína um klukk­an hálf sjö í gær­kvöldi og að þeir hafi hafið vinnu þá og unnið í gegn­um alla nótt­ina. 

Vinn­an stoppaði ekki þegar á morg­un­inn var komið held­ur áttu þeir enn meira í vænd­um. 

„Klukk­an sjö í morg­un héld­um við að við vær­um bún­ir að ná yf­ir­hönd­inni og menn fóru að hvíla sig en þá kom hring­ing frá ná­granna­bæ sem taldi að það væri kom­in hætta aft­ur.“

Hélt þá Skúli ásamt fleir­um áfram að vinna og vann fram eft­ir degi við það að tryggja varn­argarða og koma í veg fyr­ir mesta tjón. Að sögn Skúla er ástandið fyrst núna að ró­ast og geta menn því loks­ins hvílt sig aðeins.

Hefði getað rofið hring­veg­inn

Skúli seg­ir að ef ekki hefði verið fyr­ir inn­grip þeirra hefði flóðið tekið með sér mikla efn­is­hauga og varn­argarða á svæðinu sem hefði verið mörg millj­ón króna tjón. Að auki bend­ir Skúli á að ef all­ir varn­argarðarn­ir hefðu gefið sig hefði flóðið geta farið niður að nær­liggj­andi bæj­um og að hring­veg­in­um og jafn­vel rofið hann.

Seg­ir Skúli að þetta hefði getað endað með gíf­ur­legu tjóni. Þrátt fyr­ir inn­grip þeirra var að sögn Skúla feikna­tjón á varn­ar­görðunum. „Það var mikið tjón á varn­ar­görðum sem ekki sér fyr­ir end­ann á.“ 

Hann bæt­ir við að það muni kosta tugi millj­óna að hreinsa ána og gera við varn­argarðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert