Eldur kviknaði í húsbíl

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í húsbíl um miðnætti í gærkvöldi skammt frá Hvaleyrarvatni. Bíllinn er mikið skemmdur, eða ónýtur, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eigandinn var á staðnum en var ekki í hættu. Húsbíllinn var sömuleiðis á opnu svæði.

Ekki er ljóst um eldsupptök.

Útkall í Vesturbæ

Slökkviliðið fór einnig í útkall í íbúðahús í Vesturbænum um fimmleytið í morgun vegna gruns um eld. Betur fór en á horfðist því í ljós kom að reykskynjari var bilaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert