Fækka stofnunum til að einfalda kerfi ríkisins

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett saman starfshóp sem …
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett saman starfshóp sem mun vinna að því að einfalda stofnanakerfi ríkisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur sett sam­an starfs­hóp sem mun vinna að því að ein­falda stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Stefnt er að því að gera það með því að fækka stofn­un­um enn frek­ar og sam­eina aðrar. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins

Þar seg­ir að mark­miðið starfs­hóps­ins sé að bæta þjón­ustu, auka skil­virkni og stuðla að sveigj­an­leika í skipu­lagi og framþróun. 

Mikið af stofn­un­um

Er þá tekið fram að fjöldi rík­is­stofn­ana hafi farið lækk­andi á und­an­förn­um árum en að enn þá sé fjöldi stofn­ana í stofn­kerfi rík­is­ins tals­verður. 160 stofn­an­ir eru í A-hluta rík­is­ins, á anna tug rík­is­fyr­ir­tækja í B- og C-hluta ásamt 70 sjálf­stæðum stjórn­sýslu­nefnd­um. Þá er bent á að rúm­lega helm­ing­ur stofn­ana í A-hluta er með færri en 50 starfs­menn og að um 66 pró­sent stofn­ana velti und­ir millj­arði króna á ári.

Þá er bent á að tals­verð ein­föld­un hafi átt sér stað á stofn­ana­kerfi rík­is­ins und­an­far­in ár en stofn­an­ir voru 250 árið 1998. Sem dæmi um breyt­ing­ar sem fækkuðu stofn­un­um á þess­um árum má nefna að skatta­mál voru áður hjá öðrum tug stofn­ana en eru nú öll á ein­um stað. 

Nú er stefnt að því að ein­falda enn frek­ar og mun starfs­hóp­ur­inn vinna eft­ir skýrslu sem að Rík­is­end­ur­skoðun birti í fe­brú­ar um stofn­ana­kerfi rík­is­ins. Meg­in­til­laga skýrsl­unn­ar er að stjórn­völd fylgi eft­ir og taki af­stöðu til fram­kom­inna til­lagna um ein­föld­un stofn­ana­kerf­is­ins. Þar má helst nefna til­lög­ur verk­efn­is­stjórn­ar um breyt­ing­ar á stofn­ana­kerfi rík­is­ins frá 2015 sem skipuð var full­trú­um allra ráðuneyta. 

Fyr­ir­hugað er að hóp­ur­inn skili niður­stöðum í haust. Verk­efnið verður unnið und­ir for­ystu ráðherra­nefnd­ar um rík­is­fjár­mál og verður skipaður aðstoðarmönn­um fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, for­sæt­is­ráðherra og innviðaráðherra, auk sér­fræðinga úr viðkom­andi ráðuneyt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert