Fjórðungur barna séð ráð til að grennast

Fjórðungur barna á aldrinum 13-18 ára hefur séð ráð til …
Fjórðungur barna á aldrinum 13-18 ára hefur séð ráð til þess að grennast, á netinu. mbl.is/Hari

Einn af hverjum fjórum á aldrinum 13 til 18 ára hefur séð ráðleggingar um hvernig hægt sé að grenna sig verulega og er hlutfall stelpna sem hafa séð slíkar ráðleggingar nærri tvöfalt hærra en stráka, eða 30-35% í samanburði við 15-18%.

Þetta kemur fram í skýrslu Fjölmiðlanefndar um börn og netnotkun.

Um 22% stelpna í grunnskóla hafa séð hatursskilaboð á netinu og um 22% stráka. Þá hafa um 30% stelpna á grunnskólaaldri séð ráðleggingar um hvernig hægt sé að grenna sig verulega en hlutfallið var 18% hjá strákum á sama aldri.

63% stelpna og 54% stráka á grunnskólaaldri höfðu séð frétt, sem þau töldu vera falsfrétt, á samfélagsmiðli. Á framhaldsskólaaldri fór hlutfallið hækkandi og var 69% hjá strákum og 72% hjá stelpum. Algengast var að börn sæju falsfréttir á vefsíðum, Youtube, fréttamiðli, bloggi eða á Google eða öðrum leitarvélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert