Flestir í miðbænum og Neðra-Breiðholti

Flestir borgarfulltrúar búa í miðbæ Reykjavíkur.
Flestir borgarfulltrúar búa í miðbæ Reykjavíkur.

Flest­ir borg­ar­full­trú­ar búa í miðbæn­um, en næst flest­ir í Vest­ur­bæn­um. Þegar horft er til vara­borg­ar­full­trúa eru hins veg­ar flest­ir bú­sett­ir í Hlíðahverfi og næst flest­ir í Neðra-Breiðholti.

Í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar eru flest­ir bú­sett­ir í miðbæn­um, en þar á eft­ir koma bæði Vest­ur­bær­inn og Árbær­inn. Þetta er meðal þess sem má lesa úr svari sem lagt var fyr­ir á fundi borg­ar­ráðs í gær vegna fyr­ir­spurn­ar Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sósí­al­ista­flokks­ins.

Eng­inn full­trúi úr Efra-Breiðholti

Óskaði Sanna eft­ir því að fá svör við því hvernig dreif­ing borg­ar­full­trúa og vara­borg­ar­full­trúa, auk full­trúa í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði væri eft­ir póst­núm­er­um í borg­inni.

Sjá má dreif­ing­una á meðfylgj­andi grafi, auk þess sem sam­tala fyr­ir borg­ar­full­trúa, vara­borg­ar­full­trúa og full­trúa í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði fylg­ir einnig með. Vert er að taka fram að eng­inn full­trúi var bú­sett­ur í póst­núm­er­um 103 (Bú­staða- og Háa­leitis­hverfi nærri Kringl­unni) og 111 (Efra-Breiðholt).

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert