Flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys

Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð á Fjallabaksleið nyrðri í grennd við Ljótapoll upp úr klukkan 12 í dag. Sjúkrabílar, lögregla og björgunarsveitir á hálendisvakt í Landmannalaugum voru kölluð á vettvang, ásamt björgunarsveitarfólki frá Suðurlandi.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er verið að flytja fólk sem slasaðist til móts við sjúkrabíl.

Hann hafði ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert