Flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys

Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­ferðarslys varð á Fjalla­bak­sleið nyrðri í grennd við Ljóta­poll upp úr klukk­an 12 í dag. Sjúkra­bíl­ar, lög­regla og björg­un­ar­sveit­ir á há­lendis­vakt í Land­manna­laug­um voru kölluð á vett­vang, ásamt björg­un­ar­sveitar­fólki frá Suður­landi.

Að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar, er verið að flytja fólk sem slasaðist til móts við sjúkra­bíl.

Hann hafði ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um slysið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert