Fluttu 80 manns frá Laugaveginum

Ríflega 80 manns voru fluttir frá staðnum.
Ríflega 80 manns voru fluttir frá staðnum. Ljósmynd/Christina Raytsiz

Ríf­lega 80 manns voru sótt frá Emstr­um, þriðja áfanga göngu­leiðar­inn­ar um Lauga­veg­inn, í slæmu og blautu veðri í gær. Ferðaskrif­stof­an South Co­ast Advent­ure sótti fólkið á 5 til 6 bíl­um að sögn eig­and­ans, Ársæls Hauks­son­ar. 

Björg­un­ar­sveit­ir sóttu tvo sem höfðu of­kælst og var ann­ar þeirra al­var­lega of­kæld­ur.

„Það er nátt­úru­lega ofboðslegt magn af fólki sem geng­ur Lauga­veg­inn og all­ir voru meðvitaðir um hvernig veðirð væri og vel upp­lýst­ir en nokkr­ir voru van­bún­ir til þess­ar­ar göngu. Bæði voru sum­ir illa klædd­ir og sum­ir bara ekki bún­ir að borða nóg,“ seg­ir Ársæll.

Hefðu ekki getað gist

„Fólkið var ekki í krí­tísku ástandi en það hefði verið hræðilegt fyr­ir það að eyða nótt­inni á staðnum,“ seg­ir Ársæll. Um var að ræða hóp sem hafði lagt af stað frá Land­manna­laug­um og voru flest­ir með tjaldgist­ingu, en þeir sem voru með skála­pláss héldu áfram og gistu í skál­an­um í Emstr­um.

„Skála­verðir Ferðafé­lags Íslands eiga heiður skilið fyr­ir að upp­lýsa fólk vel um aðstæður,“ seg­ir hann. Veðrið var slæmt í gær á land­inu öllu, einkum á há­lend­inu þar sem vind­hviður voru hvass­ar.

Ferðaskrifstofan sendi 5 til 6 bíla á staðinn.
Ferðaskrif­stof­an sendi 5 til 6 bíla á staðinn. Ljós­mynd/​South Co­ast Advent­ure
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert