„Við erum svolítið að bregðast við þessu ákalli,“ segir Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó í samtali við mbl.is. Næturstrætó snýr aftur um helgina.
„Þetta er sett á tímabundið til tilraunar til loka september, þá verður metið hvernig til tekst. Ef þetta tekst vel þá er mikill áhugi hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að halda þessu áfram. Þá skiptir máli að fólk noti þetta,“ segir Jóhannes.
Mikill skortur hefur verið á þjónustu leigubíla síðustu vikur og mánuði, sérstaklega hjá þeim sem sækja skemmtanalíf miðborgar Reykjavíkur.
Hagræðingaaðgerðir í apríl 2020 gerðu það að verkum að fella þurfti niður næturstrætó-ferðir sem reyndist mörgum vel.
„Þetta var ekki endurvakið því fjárhagsleg staða Strætó var erfið en það er verið að vinna í því að leysa hana og samhliða því vildu menn vekja þetta upp aftur,“ segir Jóhannes.