Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tilraunar til vopnaðs ráns í apóteki við Laugaveg klukkan hálf þrjú í dag.
Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um ungan mann í annarlegu ástandi að ræða og ógnaði hann afgreiðslufólki með byssu. Síðar kom í ljós að byssan var leikfangabyssa. Rúv greindi fyrst frá málinu.
Innan skamms var lögreglan mætt á vettvang og handtók ræningjann sem er í haldi lögreglu. Verður maðurinn yfirheyrður síðar í kvöld eða á morgun.