Gripinn við vopnað rán með leikfangabyssu

Maðurinn var handtekinn á vettvangi.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð út vegna til­raun­ar til vopnaðs ráns í apó­teki við Lauga­veg klukk­an hálf þrjú í dag.  

Sam­kvæmt dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var um ung­an mann í ann­ar­legu ástandi að ræða og ógnaði hann af­greiðslu­fólki með byssu. Síðar kom í ljós að byss­an var leik­fanga­byssa. Rúv greindi fyrst frá mál­inu.

Inn­an skamms var lög­regl­an mætt á vett­vang og hand­tók ræn­ingj­ann sem er í haldi lög­reglu. Verður maður­inn yf­ir­heyrður síðar í kvöld eða á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert