Helmingur fanga greinst með ADHD

Allt að helm­ing­ur ís­lenskra fanga hef­ur verið greind­ur með ADHD, eða á annað hundrað, á síðustu tveim­ur árum.

Geðheil­brigðistreymi fang­elsa á veg­um heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins var þá sett upp inn­an fang­elsis­veggja og hóf grein­ingu og meðhöndl­un.

„Til­finn­ing okk­ar er að ann­ar hver fangi geti verið með ADHD hér á landi,“ seg­ir Sig­urður Örn Hektors­son, geð- og fíknilækn­ir, við Lækna­blaðið.

Auk þess að greina fang­ana hef­ur teymið sett þá í lyfjameðferð, þrátt fyr­ir að þeir glími við fíkni­sjúk­dóma en þannig var það ekki áður.

„Bæði þung­lyndi og kvíði fylg­ir því gjarn­an að vera með ADHD, sem og aðrar rask­an­ir, eins og fíkni­vandi, og fá fang­arn­ir því viðeig­andi ráðgjöf,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að marg­ir fang­ar hafi tekið mikl­um fram­förum eft­ir að þessi vinna hófst.

Hann seg­ir marga fanga glíma við geðsjúk­dóma og þeir þríf­ist illa inn­an fang­elsa.

„Við vilj­um að fang­ar með geðsjúk­dóma hafi betri aðbúnað og aðgang að geðdeild­um og geðheil­brigðis­stofn­un­um utan fang­els­anna. Það vant­ar úrræði fyr­ir þenn­an hóp. Annað hvort þarf að efla rétt­ar- og ör­ygg­is­deild­ina inni á Land­spít­ala eða stofna til úrræða inn­an fang­elsis­kerf­is­ins sem gríp­ur þenn­an hóp,“ seg­ir hann við Lækna­blaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert