„Hélt honum bara hjá mér þar til lögreglan kom“

Íslands apótek, þar sem ungur maður gekk inn með leikfangabyssu …
Íslands apótek, þar sem ungur maður gekk inn með leikfangabyssu fyrr í dag. Ljósmynd/Aðsend

Skúli Skúla­son lyfsali var við vinnu í Íslands apó­teki í dag þegar maður vopnaður byssu gekk inn með mikl­um lát­um. Maður­inn otaði um leið byss­unni að Skúla og öðrum starfs­mönn­um á meðan hann krafðist þess að fá lyf.

Eins og greint hef­ur verið frá var maður hand­tek­inn í dag eft­ir að hafa ruðst inn í apó­tek á Lauga­veg­in­um með leik­fanga­byssu. 

Skúli seg­ir í sam­tali við mbl.is að hon­um líði ágæt­lega þrátt fyr­ir þetta at­vik. „Manni er pínu brugðið, þetta er ekk­ert þægi­legt,“ bæt­ir hann við.

Seg­ist Skúli vor­kenna strákn­um sem rudd­ist inn í apó­tekið hvað mest, þar sem greini­lega hafi verið um að ræða ör­vænt­ing­ar­fulla til­raun til ráns. 

„Það er óheppi­legt að þetta sé virki­lega staðan sem ein­hverj­ir eru komn­ir í,“ seg­ir hann og kveðst finna til ákveðinn­ar samúðar með mann­in­um.

Brot­in plast­byssa

Að sögn Skúla sá starfs­fólkið ekki strax að um var að ræða leik­fanga­byssu þegar maður­inn kom inn, enda hafi hann komið inn með mikl­um lát­um. Skúli og annað starfs­fólk gættu því fyllsta ör­ygg­is.

Þegar maður­inn kom nær og þau sáu byss­una bet­ur gerðu þau sér þó fljót­lega grein fyr­ir því að hún væri aðeins leik­fang. 

„Við sáum það nátt­úru­lega þegar við feng­um smá tíma til að anda, að það var nokkuð aug­ljóst hvað hann væri með í hönd­un­um.“

Skúli bæt­ir við að leik­fanga­byss­an hafi verið brot­in og að greini­lega hafi sést í sprung­ur á byss­unni. 

Sneri mann­inn niður og hélt hon­um

Þegar maður­inn kom lengra inn í búðina fór hann að gramsa eft­ir lyfj­um. Að sögn Skúla var hann lík­leg­ast að leita að rítalíni eða ein­hvers kon­ar lyfj­um við of­virkni og at­hygl­is­bresti. Fóru þá aðrir starfs­menn apó­teks­ins á bak við og hringdu á lög­regl­una en Skúli stóð á meðan hjá mann­in­um.

Sá Skúli þá tæki­færi til að grípa mál­in í sín­ar hend­ur. „Þegar hann snýr baki í mig næ ég að taka hann niður og taka utan um hann. Ég hélt hon­um bara hjá mér þar til lög­regl­an kom.“

Skúli bend­ir á að það sé ekki eitt­hvað sem er mælt með að gera þegar rán er að eiga sér stað. 

„Ef hann hefði verið með eitt­hvað annað vopn þá hefði ég ekki farið í þetta.“

Hann tek­ur fram í lok­in að hann von­ist til þess að þetta at­vik muni vekja mann­inn sem rudd­ist inn í apó­tekið til um­hugs­un­ar og að hann breyti von­andi til í líf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert