Hlýjast á Norður- og Austurlandi

Hitinn gæti fari í 19 stig á Akureyri á sunnudaginn.
Hitinn gæti fari í 19 stig á Akureyri á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­skýjað verður á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina en sól á Norður- og Aust­ur­landi. Hit­inn gæti farið upp í 20 stig á Eg­ils­stöðum. Minni vind­ur en væta verður um sunn­an- og vest­an­vert landið.

Úrkoma byrj­ar í nótt á Suðvest­ur­landi og á morg­un og sunnu­dag­inn verður rign­ing með köfl­um þar, en norðaust­ur­landið slepp­ur við mest­alla rign­ingu að sögn veður­fræðings á Veður­stofu.

19 stig á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum

Lægðin sem gekk yfir landið í gær er að mestu úr sög­unni en von er á ann­ari lægð um helg­ina. Minni vind­ur verður með henni en væta fylg­ir henni sem byrj­ar í nótt á Suðvest­ur­landi.

Í Evr­ópu er á hinn bóg­inn spáð hita­bylgju næstu dag­ana og virðist Ísland ekki fá mikið af því hlýja lofti. Á morg­un gæti hiti á Eg­ils­stöðum þó farið í 14 stig á laug­ar­dag og 19 stig á sunnu­dag en á Ak­ur­eyri gæti hit­inn einnig farið í 19 stig.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert