Hlýjast á Norður- og Austurlandi

Hitinn gæti fari í 19 stig á Akureyri á sunnudaginn.
Hitinn gæti fari í 19 stig á Akureyri á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alskýjað verður á höfuðborgarsvæðinu um helgina en sól á Norður- og Austurlandi. Hitinn gæti farið upp í 20 stig á Egilsstöðum. Minni vindur en væta verður um sunnan- og vestanvert landið.

Úrkoma byrjar í nótt á Suðvesturlandi og á morgun og sunnudaginn verður rigning með köflum þar, en norðausturlandið sleppur við mestalla rigningu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu.

19 stig á Akureyri og Egilsstöðum

Lægðin sem gekk yfir landið í gær er að mestu úr sögunni en von er á annari lægð um helgina. Minni vindur verður með henni en væta fylgir henni sem byrjar í nótt á Suðvesturlandi.

Í Evrópu er á hinn bóginn spáð hitabylgju næstu dagana og virðist Ísland ekki fá mikið af því hlýja lofti. Á morgun gæti hiti á Egilsstöðum þó farið í 14 stig á laugardag og 19 stig á sunnudag en á Akureyri gæti hitinn einnig farið í 19 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert