Hnúfubak rak á land í Arnarfirði

Hilmar hefur ekki orðið var við hvalreka á Arnarfirði áður.
Hilmar hefur ekki orðið var við hvalreka á Arnarfirði áður. Ljósmynd/Hilmar Einarsson

Hilm­ar Ein­ars­son náði í morg­un mynd­um af hnúfu­bak sem hafði rekið á land við Hrings­dal í Arnar­f­irði. Hann seg­ist ekki áður hafa orðið var við hval­reka á þess­um slóðum.

„Við vor­um búin að sjá einn hnúfu­bak hérna fyr­ir utan hjá okk­ur í Hrings­dal fyr­ir tveim­ur dög­um, þeir eru dá­lítið fyr­ir að stökkva, og skemmti­legt að horfa á hann. Ég held að þetta sé ör­ugg­lega sami hval­ur­inn,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

„Það var svo­lítið erfitt að kom­ast að hon­um fyrst, fyr­ir um tveim­ur dög­um var hann aðeins dýpra en hann er kom­inn að landi núna og þetta er dá­lítið mik­il skepna, þetta eru stór­ir hval­ir.“

Neðansjávarmynd náðist af hvalnum.
Neðan­sjáv­ar­mynd náðist af hvaln­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki langt frá sjókvía­eldi

Hilm­ar veit ekki hvað hef­ur komið fyr­ir fyr­ir hval­inn, en bend­ir á að sjókvía­eldi sé skammt frá.

„Hann er nú ekki langt frá því, hann hef­ur kannski eitt­hvað verið að kíkja á það. Ég er bú­inn að láta Um­hverf­is­stofn­un vita, ég var að hugsa hvort það ætti að fjar­lægja hann en það er svo­lítið mál. Þetta er þó ekki al­veg beint fyr­ir fram­an bæ­inn held­ur aðeins utar í fjör­unni,“ seg­ir hann.

„Þetta er alltaf svo­lítið sér­stakt, ég hef nú ekki orðið var við hval­reka í Arnar­f­irði, en hnúfu­bak­ar eru svo­lítið á ferðinni hérna seinni hluta sum­ars.“

Hnúfubak rak á land í Arnarfirði.
Hnúfu­bak rak á land í Arnar­f­irði. Ljós­mynd/​Hilm­ar Ein­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert