Hvetja Íslendinga til að skoða spár

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Gran Canaria, einni af …
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Gran Canaria, einni af Kanaríeyjum. mbl.is/Brynjar Gauti

Mik­illi hita­bylgju er spáð í Vest­ur- og Mið-Evr­ópu og fer veðrið hlýn­andi næstu daga. Veður­stof­an hvet­ur Íslend­inga sem ætla er­lend­is, til þess að kynna sér vel veður­spána á þeim stað sem för­inni er heitið.

App­el­sínu­gul veðurviðvör­un tók gildi í dag til sunnu­dags á Gran Can­aria, einni af Kana­ríeyj­um, þar sem í hit­inn get­ur farið í 36 stig í austri, suðri og vestri. 

Spá frá Reikni­miðstöð Evr­ópu, sem gild­ir vik­una 18.-25. júlí, sýn­ir hitafrávik næstu vik­una. Hlýj­ast verður á Ítal­íu, á Mið-Spáni, norðan-, aust­an- og sunn­an­verðu Frakklandi og í Mið-Evr­ópu. 

Óvenju­mik­il hita­bylgja hef­ur þá gengið yfir Ítal­íu og lítið hef­ur verið um rign­ingu sem valdið hef­ur mikl­um þurrk­um í norður­hluta lands­ins.

Hitafrávik dagana 18.-25. júlí sýna hvar hitabylgjan verður mest.
Hitafrávik dag­ana 18.-25. júlí sýna hvar hita­bylgj­an verður mest. Skjá­skot/​Reikni­miðstöð evr­ópskra veður­stofa
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert