Innkalla Häagen-Dazs vanilluís

Häagen-Dazs.
Häagen-Dazs.

Nath­an & Ol­sen hafa að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur stöðvað sölu og innkallað frá neyt­end­um þrjár lot­ur af Häa­gen-Dazs vanilluís.

Ástæða inn­köll­un­ar er að varn­ar­efnið et­hy­lene oxíð var notað við fram­leiðslu á vanillu­extrakti sem er eitt af inni­halds­efn­um íss­ins. Et­hy­lene oxíð er ekki leyfi­legt til notk­un­ar við fram­leiðslu mat­væla í Evr­ópu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Et­hy­lene oxíð hef­ur ekki bráða eit­ur­virkni en efnið hef­ur erfðaeiturá­hrif (get­ur skaðað erfðaefnið) og get­ur því haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

Vörumerki: Häa­gen-Dazs
Vöru­heiti: Vanilla
Geymsluþol: Best fyr­ir  Dag­setn­ing: 6.10.2022, 3.3.2023, 29.3.2023
Net­tó­magn: 460 ml
Strika­merki: 3415581101928
Geymslu­skil­yrði: Frysti­vara
Fram­leiðandi: Gener­al Mills
Heiti og heim­il­is­fang fyr­ir­tæk­is sem innkall­ar vöru:Nath­an & Ol­sen, Kletta­görðum 19, 104 Reykja­vík.

Um dreif­ingu sjá Hag­kaup (Ak­ur­eyri, Eiðis­torgi, Garðabæ, Kringl­an, Skeif­an, Smáralind, Spöng), Pét­urs­búð ehf., Hlíðar­kaup Sauðár­króki, Skag­f­irðinga­búð, Extra (Ak­ur­eyri, Baróns­stíg, Kefla­vík), Heim­kaup og Mela­búðin.

Viðskipta­vin­ir sem keypt hafa Häa­gen-Dazs vanilluís með of­an­greind­um best fyr­ir dag­setn­ing­um eru beðnir um að neyta hans ekki og farga eða skila til Nath­an & Ol­sen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert