Nathan & Olsen hafa að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum þrjár lotur af Häagen-Dazs vanilluís.
Ástæða innköllunar er að varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á vanilluextrakti sem er eitt af innihaldsefnum íssins. Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Häagen-Dazs
Vöruheiti: Vanilla
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 6.10.2022, 3.3.2023, 29.3.2023
Nettómagn: 460 ml
Strikamerki: 3415581101928
Geymsluskilyrði: Frystivara
Framleiðandi: General Mills
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
Um dreifingu sjá Hagkaup (Akureyri, Eiðistorgi, Garðabæ, Kringlan, Skeifan, Smáralind, Spöng), Pétursbúð ehf., Hlíðarkaup Sauðárkróki, Skagfirðingabúð, Extra (Akureyri, Barónsstíg, Keflavík), Heimkaup og Melabúðin.
Viðskiptavinir sem keypt hafa Häagen-Dazs vanilluís með ofangreindum best fyrir dagsetningum eru beðnir um að neyta hans ekki og farga eða skila til Nathan & Olsen.