Minigolf við fjöruna

Nýgerður minigolfvöllur er í hjarta bæjarins og öflugir bæjarstarfsmenn munda …
Nýgerður minigolfvöllur er í hjarta bæjarins og öflugir bæjarstarfsmenn munda kylfurnar að verki loknu. Mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Bæj­ar­hátíðin Bryggju­dag­ar á Þórs­höfn verður hald­in um miðjan júlí og und­ir­bún­ing­ur er í full­um gangi. Starfs­fólk áhalda­húss Langa­nes­byggðar lagði sitt af mörk­um og hef­ur ný­lega lokið við gerð mini­golf­vall­ar við fjör­una á skemmti­leg­um stað í miðjum bæn­um.

Dag­skrá­in hefst fimmtu­dags­kvöldið 14. júlí með kvöld­messu í Sauðanes­kirkju en strax eft­ir messu býður tón­list­ar­kon­an Steina upp á „kósí tón­leika“ sem eru öll­um að kostnaðarlausu.

Hjóla­brettanám­skeið á veg­um Braggaparks fell­ur síðan inn í dag­skrána fyrri hluta fimmtu­dags. Sjálf Langa­nesþraut­in hefst á föstu­dags­morg­un­inn 15. júlí en hún felst í því að ganga, skokka eða hjóla frá Fonti, ysta odda Langa­ness, og til Þórs­hafn­ar sem er um 50 km leið. Þar er um áheitaþraut að ræða og all­ur ágóði fer til upp­bygg­ing­ar á íþrótta­svæðinu á Þórs­höfn, áhuga­söm lið eru hvött til að skrá sig í þraut­ina.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert