Minigolf við fjöruna

Nýgerður minigolfvöllur er í hjarta bæjarins og öflugir bæjarstarfsmenn munda …
Nýgerður minigolfvöllur er í hjarta bæjarins og öflugir bæjarstarfsmenn munda kylfurnar að verki loknu. Mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Bæjarhátíðin Bryggjudagar á Þórshöfn verður haldin um miðjan júlí og undirbúningur er í fullum gangi. Starfsfólk áhaldahúss Langanesbyggðar lagði sitt af mörkum og hefur nýlega lokið við gerð minigolfvallar við fjöruna á skemmtilegum stað í miðjum bænum.

Dagskráin hefst fimmtudagskvöldið 14. júlí með kvöldmessu í Sauðaneskirkju en strax eftir messu býður tónlistarkonan Steina upp á „kósí tónleika“ sem eru öllum að kostnaðarlausu.

Hjólabrettanámskeið á vegum Braggaparks fellur síðan inn í dagskrána fyrri hluta fimmtudags. Sjálf Langanesþrautin hefst á föstudagsmorguninn 15. júlí en hún felst í því að ganga, skokka eða hjóla frá Fonti, ysta odda Langaness, og til Þórshafnar sem er um 50 km leið. Þar er um áheitaþraut að ræða og allur ágóði fer til uppbyggingar á íþróttasvæðinu á Þórshöfn, áhugasöm lið eru hvött til að skrá sig í þrautina.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert