Vegna skemmda á brú er búið að setja 10 tonna ásþungatakmörkun og 40 tonna takmörkun á heildarþyngd ökutækja á brúna yfir Laxá í Kjós á Hvalfjarðarvegi.
Undanþáguflutningar yfir þeim mörkum fari Þingvallaveg, Kjósarskarðsveg og fyrir Hvalfjörð: Vagnlestir og einstök ökutæki 40 tonn og yfir sem og ökutæki sem ekki uppfylla 10 tonna ásþunga verða að fara hjáleiðina að sögn Vegagerðarinnar.
Hámarkshraði á brúnni er lækkaður í 30 km/klst.
Kjósarskarðsvegur verður settur tímabundið í viðauka I þar til viðgerð hefur farið fram á brúnni, segir ennfremur.