Setja á ásþungatakmörkun vegna skemmda á brú

Hámarkshraði á brúnni er lækkaður í 30 km/klst.
Hámarkshraði á brúnni er lækkaður í 30 km/klst. Kort/Map.is

Vegna skemmda á brú er búið að setja 10 tonna ásþun­ga­tak­mörk­un og 40 tonna tak­mörk­un á heild­arþyngd öku­tækja á brúna yfir Laxá í Kjós á Hval­fjarðar­vegi.

Und­anþágu­flutn­ing­ar yfir þeim mörk­um fari Þing­valla­veg, Kjós­ar­sk­arðsveg og fyr­ir Hval­fjörð: Vagn­lest­ir og ein­stök öku­tæki 40 tonn og yfir sem og öku­tæki sem ekki upp­fylla 10 tonna ásþunga verða að fara hjá­leiðina að sögn Vega­gerðar­inn­ar. 

Há­marks­hraði á brúnni er lækkaður í 30 km/​klst.

Kjós­ar­sk­arðsveg­ur verður sett­ur tíma­bundið í viðauka I þar til viðgerð hef­ur farið fram á brúnni, seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert