Slösuðust alvarlega eftir bílveltu

Lögreglubíll á ferðinni.
Lögreglubíll á ferðinni. mbl.is/​Hari

Um­ferðarslysið á Suður­landi í nótt þar sem tveir voru flutt­ir al­var­lega slasaðir á Land­spít­al­ann, varð á Meðallands­vegi, skammt sunn­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur um klukk­an 2.55. Bif­reið hafði oltið og var þyrla Gæsl­unn­ar kölluð út.

Hún flutti tvo al­var­lega slasaða af vett­vangi á slysa­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi.

„Veg­ur­inn er lokaður við Þykkvabæ og Segl­búðaveg vegna vinnu á vett­vangi og er ljóst að rann­sókn mun taka ein­hvern tíma en að henni koma, auk lög­regl­unn­ar á Suður­landi, rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa og tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka