Slösuðust alvarlega eftir bílveltu

Lögreglubíll á ferðinni.
Lögreglubíll á ferðinni. mbl.is/​Hari

Umferðarslysið á Suðurlandi í nótt þar sem tveir voru fluttir alvarlega slasaðir á Landspítalann, varð á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur um klukkan 2.55. Bifreið hafði oltið og var þyrla Gæslunnar kölluð út.

Hún flutti tvo alvarlega slasaða af vettvangi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

„Vegurinn er lokaður við Þykkvabæ og Seglbúðaveg vegna vinnu á vettvangi og er ljóst að rannsókn mun taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert