Þurfi að endurskoða hegðun sína

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir það fagnaðarefni að náðst hafi að hækka lægstu launin í Reykjavíkurborg. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir samtökin ekki telja það eðilegt að opinberi markaðurinn leiði launaþróun í landinu og telur að sá markaður þurfi að endurskoða hvernig hann „hagi sér“ í gerð kjarasamninga.

Morgunblaðið birti í gær vorskýrslu kjaratölunefndar sem fylgdist með launaþróun á tímabilinu frá mars 2019 til janúar 2022, en í henni kemur fram að laun hækkuðu alla jafnan meira á opinbera markaðnum. Kaupið hækkaði mest hjá Reykjavíkurborg, 4,1% og minnst hjá almenna markaðnum, 1,3%. Einnig kom fram að kaupmáttur hafi aukist og munur sé mikill á vinnutímastyttingu milli opinbera og almenna markaðarins.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert