Útkall vegna áttavillts lunda í Hlíðunum

„Sum útköll eru einfaldlega skemmtilegri en önnur,“ segir í færslu …
„Sum útköll eru einfaldlega skemmtilegri en önnur,“ segir í færslu lögreglunnar. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing frá veg­far­anda í vik­unni um átta­villt­an lunda á vappi í Suður­hlíðunum. 

Í færslu á face­book-síðu lög­regl­unn­ar seg­ir að ekki hafi fylgt til­kynn­ing­unni hvort að hann hafi verið særður. 

Gæf­ur í hönd­um lög­reglu

„Við send­um að sjálf­sögðu tvo lög­reglu­menn snar­lega á staðinn til að kanna málið frek­ar. Eft­ir stutta leit fannst lund­inn. Hann var ánægður að sjá okk­ur og var hinn gæf­asti í hönd­um lög­reglu,“ seg­ir í færsl­unni. 

Þar seg­ir einnig að ákveðið hafi verið að fara með lund­ann til dýra­hirðis í Hús­dýrag­arðinn þar sem vel hafi verið tekið á móti hon­um og viðeig­andi ráðstaf­an­ir gerðar. 

„Lund­inn var mjög ró­leg­ur og hæst ánægður með bíl­ferðina í lög­reglu­bíln­um,“ seg­ir enn frek­ar í færsl­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert