Norðvestlæg átt verður í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu en 10-15 sunnan- og austantil. Víða verða smá skúrir en rigning verður með köflum norðaustantil fram að hádegi. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Suðaustan og austan 8-15 með rigningu verða á morgun en bjart að mestu norðaustantil. Snýst í sunnan- og suðvestanátt seinnipartinn. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.