Bifreið varð alelda við Hvaleyrarvatn

Fólk var inni í bifreiðinni þegar kviknaði í henni.
Fólk var inni í bifreiðinni þegar kviknaði í henni. Ljósmynd/Aðsend

Eld­ur kom upp í bif­reið við Hval­eyr­ar­vatn í fyrrinótt. Fólk var í bíln­um þegar það gerðist. Komust þó all­ir út og eng­in slys urðu á fólki.

Þetta staðfest­ir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hann seg­ir erfitt að segja til um hvers vegna eld­ur­inn kom upp en bíll­inn varð al­elda. Hann bend­ir á að oft séu það ol­íumiðstöðvar eða gasmiðstöðvar sem valdi en það sé þó ekki vitað í þessu til­felli.

Að sögn sjón­ar­votts stend­ur bif­reiðin enn við Hval­eyr­ar­vatn og rýk­ur úr flak­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert