Bifreið varð alelda við Hvaleyrarvatn

Fólk var inni í bifreiðinni þegar kviknaði í henni.
Fólk var inni í bifreiðinni þegar kviknaði í henni. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í bifreið við Hvaleyrarvatn í fyrrinótt. Fólk var í bílnum þegar það gerðist. Komust þó allir út og engin slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir erfitt að segja til um hvers vegna eldurinn kom upp en bíllinn varð alelda. Hann bendir á að oft séu það olíumiðstöðvar eða gasmiðstöðvar sem valdi en það sé þó ekki vitað í þessu tilfelli.

Að sögn sjónarvotts stendur bifreiðin enn við Hvaleyrarvatn og rýkur úr flakinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert