Handleggsbrotnaði eftir líkamsárás í miðbænum

Frá næturlífinu. Mynd úr safni.
Frá næturlífinu. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt í morg­un um að ein­stak­ling­ur hefði hand­leggs­brotnað eft­ir lík­ams­árás í miðbæn­um. Er málið til rann­sókn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Þá var aðstoðar lög­reglu óskað á tveim­ur stöðum miðsvæðis í borg­inni eft­ir að óvel­komn­ir aðilar neituðu að yf­ir­gefa hús­næði.

Að auki barst lög­reglu til­kynn­ing um þjófnað í fyr­ir­tæki og mun málið vera til rann­sókn­ar.

Ann­ars staðar í borg­inni var til­kynnt um aðra lík­ams­árás, sem nú sæt­ir rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert