Handleggsbrotnaði eftir líkamsárás í miðbænum

Frá næturlífinu. Mynd úr safni.
Frá næturlífinu. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í morgun um að einstaklingur hefði handleggsbrotnað eftir líkamsárás í miðbænum. Er málið til rannsóknar, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Þá var aðstoðar lögreglu óskað á tveimur stöðum miðsvæðis í borginni eftir að óvelkomnir aðilar neituðu að yfirgefa húsnæði.

Að auki barst lögreglu tilkynning um þjófnað í fyrirtæki og mun málið vera til rannsóknar.

Annars staðar í borginni var tilkynnt um aðra líkamsárás, sem nú sætir rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert