Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að um heimamenn hafi verið að ræða á þrítugsaldri sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á vegi 204 Meðallandi í Skaftárhrepp í fyrranótt.
Þrír voru í bifreiðinni er slysið átti sér stað. Kona, sem var farþegi í bifreiðinni, lést. Tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp án meiðsla.
Lögreglan gat ekki gefið frekar upplýsingar um rannsókn slyssins að svo stöddu.