Keypti tveggja milljóna miða á Olís

Einn hepp­inn miðahafi hlaut tvær millj­ón­ir króna í sinn hlut þegar hann hafði all­ar töl­ur rétt­ar í Jókern­um í Lottó-út­drætti kvölds­ins.

Miðinn var keypt­ur í versl­un Olís að Álf­heim­um í Reykja­vík.

Fyrsti vinn­ing­ur í lottó­inu sjálfu gekk ekki út en einn hlaut ann­an vinn­ing, rúm­ar 660 þúsund krón­ur, og var sá miði seld­ur á vefn­um.

Sjö til viðbót­ar skipta með sér öðrum vinn­ingi í Jókern­um, og fær hver um sig hundrað þúsund krón­ur. Fjór­ir voru seld­ir á vefn­um, einn í Kram­búðinni við Mý­vatn, einn í Olís að Álf­heim­um og einn til viðbót­ar á N1 við Stóra­hjalla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert