Keypti tveggja milljóna miða á Olís

Einn heppinn miðahafi hlaut tvær milljónir króna í sinn hlut þegar hann hafði allar tölur réttar í Jókernum í Lottó-útdrætti kvöldsins.

Miðinn var keyptur í verslun Olís að Álfheimum í Reykjavík.

Fyrsti vinningur í lottóinu sjálfu gekk ekki út en einn hlaut annan vinning, rúmar 660 þúsund krónur, og var sá miði seldur á vefnum.

Sjö til viðbótar skipta með sér öðrum vinningi í Jókernum, og fær hver um sig hundrað þúsund krónur. Fjórir voru seldir á vefnum, einn í Krambúðinni við Mývatn, einn í Olís að Álfheimum og einn til viðbótar á N1 við Stórahjalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert