Lemon semur við afreksíþróttafólk

Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu er næringarfræðingur að mennt. Hún …
Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu er næringarfræðingur að mennt. Hún er í Team Lemon. Ljósmynd/Aðsend

Veit­ingastaður Lemon hef­ur gert styrkt­ar­samn­inga við íþrótta­fólk í fremstu röð hér á landi.

,,Við höf­um fundið fyr­ir mikl­um vilja frá af­reksíþrótta­fólki að velja Lemon sam­lok­ur og djúsa þar sem þau vita að okk­ar veit­ing­ar eru holl og góð nær­ing. Það er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur að af­reksíþrótta­fólk velji Lemon.

Við höf­um verið iðin við að bæta íþrótta­fólki í Lemon hóp­inn og hef­ur hóp­ur­inn fengið nafnið Team Lemon. Við hlökk­um mikið til þessa sam­starfs með þessu flotta af­reks­fólki," er haft eft­ir Unni Guðríði Indriðadótt­ur, markaðsstjóra Lemon í til­kynn­ingu.

Unnur Guðríður, markaðsstjóri Lemon.
Unn­ur Guðríður, markaðsstjóri Lemon. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í Team Lemon eru íþrótta­menn­irn­ir, Elísa Viðars­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu, Arn­ar Pét­urs­son, hlaup­ari, Þórólf­ur Ingi Þórs­son hlaup­ari, Ingvar Ómars­son hjól­reiðamaður, Telma Matth­ías­dótt­ir lík­ams­rækt­arþjálf­ari og einn af eig­end­um Bæti­efna­búll­unn­ar og Mart­in Bjarni Guðmunds­son fim­leikamaður.

Nær­ing skipt­ir máli

Að sögn Unn­ar eru stór­ar keppn­ir framund­an, t.a.m. Evr­ópu­mót í knatt­spyrnu þar sem einn liðsfé­laga Team Lemon kepp­ir, Elísa Viðars­dótt­ir.

,,Elísa, sem á að baki 47 leiki með landsliðinu, er nær­ing­ar­fræðing­ur og er því mjög meðvituð um val á nær­ingu. Til að ná ár­angri skipt­ir nær­ing miklu máli. Mik­il­vægt er að borða vel og passa upp á sam­bland nær­ing­ar­inn­ar. Við þurf­um öll að fá nægi­lega mikið og góða blöndu af próteini, kol­vetn­um og fitu," seg­ir Unn­ur Guðríður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert