Veitingastaður Lemon hefur gert styrktarsamninga við íþróttafólk í fremstu röð hér á landi.
,,Við höfum fundið fyrir miklum vilja frá afreksíþróttafólki að velja Lemon samlokur og djúsa þar sem þau vita að okkar veitingar eru holl og góð næring. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að afreksíþróttafólk velji Lemon.
Við höfum verið iðin við að bæta íþróttafólki í Lemon hópinn og hefur hópurinn fengið nafnið Team Lemon. Við hlökkum mikið til þessa samstarfs með þessu flotta afreksfólki," er haft eftir Unni Guðríði Indriðadóttur, markaðsstjóra Lemon í tilkynningu.
Í Team Lemon eru íþróttamennirnir, Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu, Arnar Pétursson, hlaupari, Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari, Ingvar Ómarsson hjólreiðamaður, Telma Matthíasdóttir líkamsræktarþjálfari og einn af eigendum Bætiefnabúllunnar og Martin Bjarni Guðmundsson fimleikamaður.
Að sögn Unnar eru stórar keppnir framundan, t.a.m. Evrópumót í knattspyrnu þar sem einn liðsfélaga Team Lemon keppir, Elísa Viðarsdóttir.
,,Elísa, sem á að baki 47 leiki með landsliðinu, er næringarfræðingur og er því mjög meðvituð um val á næringu. Til að ná árangri skiptir næring miklu máli. Mikilvægt er að borða vel og passa upp á sambland næringarinnar. Við þurfum öll að fá nægilega mikið og góða blöndu af próteini, kolvetnum og fitu," segir Unnur Guðríður.