Ölvaður og neitaði að fara af veitingastað

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í …
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Ari

Upp úr níu í gær­kvöldi sinnti lög­regla út­kalli vegna ölvaðs manns á veit­ingastað sem neitaði að fara. Kem­ur fram í dag­bók lög­reglu að henni hafi tek­ist að ræða við mann­inn og fór hann að lok­um.

Um sex­leytið í gær­kvöldi var til­kynnt um mann sem lá hreyf­ing­ar­laus í göt­unni. Þegar lög­regla mætti á staðinn sagðist hann vera að leggja sig og bað um leiðbein­ing­ar að íþrótta­vöru­versl­un. Kem­ur fram að maður­inn virðist ekki hafa verið ölvaður og var hon­um leiðbeint hvernig hann kæm­ist í versl­un­ina.

Þrír grunaðir um þjófnað

Þrír aðilar voru í gær grunaðir um þjófnað. Málið var af­greitt með vett­vangs­skýrslu þar sem það var metið sem minni­hátt­ar.

Þá var skömmu fyr­ir miðnætti í gær til­kynnt um slys í miðbæn­um þar sem aðili féll og fékk áverka í and­lit. Sá var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild en var laus skömmu síðar.

Tölu­vert var einnig um að öku­menn væru stöðvaðir í nótt, flest­ir voru laus­ir að sýna­töku lok­inni. Einn reynd­ist hins veg­ar án rétt­inda og ann­ar var flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hann var grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um lyfja/​fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert