Rafmagnsflugvélin í loftið á Hellu í gær

Vélin fer í loftið.
Vélin fer í loftið. mbl.is/Hákon

Allt gekk að ósk­um þegar raf­magns­flug­vél­in TF-KWH fór í fyrsta flugið síðdeg­is í gær frá flug­vell­in­um á Hellu. „Þetta eru tíma­mót, stór dag­ur og upp­haf að öðru og meira. Ná­kvæm­lega núna stönd­um við and­spæn­is mikl­um tíma­mót­um í flug­heim­in­um,“ sagði Matth­ías Svein­björns­son, for­seti Flug­mála­fé­lags Íslands, sem fór á vél­inni í þetta fyrsta flug. Með hon­um var Rickard Carls­son frá Svíþjóð, sem hef­ur þjálf­un á vél­ina með hönd­um.

Flug­ferðin tók 18 mín­út­ur, en þar tóku Matth­ías og Rickard stór­an hring við Hellu og þrjár snerti­lend­ing­ar. Komið var með vél­ina aust­ur síðdeg­is og hún sett sam­an, sem var fljót­gert. Svo farið í loftið og tekn­ir verða túr­ar frá Hellu næstu daga. Flug­vél­in nýja er tveggja sæta af gerðinni Pip­istrel, fram­leidd í Slóven­íu. Er í eigu Raf­magns­flugs ehf. sem var stofnað af Matth­íasi Svein­björns­syni og Friðriki Páls­syni á sl. ári. sbs@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert