Rúmlega tuttugu stiga hiti á Húsavík

Ferðamenn streymdu í hvalaskoðun í blíðskaparveðri á Húsavík í dag.
Ferðamenn streymdu í hvalaskoðun í blíðskaparveðri á Húsavík í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það er blessuð blíðan á Húsavík og iðandi mannlíf en þar hefur hitinn farið upp í tuttugu gráður í dag. Hæst hefur hann mælst 20,6 stig.

Skemmtiferðaskipið Silver Whisper kom til hafnar í dag og gengu farþegar frá Bökugarðinum áleiðis í innri höfnina, þar sem þeir stigu um borð í hvalaskoðunarbáta og héldu út á Skjálfanda.

Hlýjast norðaustanlands

Skipið tekur 388 farþega og 295 manna áhöfn sem getur nú spókað sig í góða veðrinu á Húsavík.

Súld eða rigning er með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu en hlýjast er norðaustanlands. Þá verða skúrir á þeim slóðum á morgun.

Á Skjaldþingstöðum og Egilsstöðum er einnig gott veður en þar er hitinn á bilinu 16 til 17 stig. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert