Samþykkt að verja 1.400 milljónum í hjólastíga á árinu

Nýja brúin yfir Dimmu við Breiðholtsbraut. Bjóða á út verkið …
Nýja brúin yfir Dimmu við Breiðholtsbraut. Bjóða á út verkið í ár ásamt níu öðrum verkefnum við gerð hjólastíga.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í fyrradag að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga á þessu ári, en áætlaður heildarkostnaður framkvæmdanna er 1.400 milljónir. Áætlað er að hlutur borgarinnar verði 710 milljónir á móti 690 milljóna framlagi í gegnum samgöngusáttmálann. Eru þessar framkvæmdir í takt við plön sem sett höfðu verið fram fyrr á árinu og fjallað var um í Hjólablaði Morgunblaðsins.

Þær framkvæmdir sem nú var samþykkt að bjóða út flokkast í þrjá flokka; verkefni samkvæmt hjólreiðaáætlun borgarinnar, verkefni samkvæmt samgöngusáttmála og svo aðrir stígar.

Þær framkvæmdir sem nú var samþykkt að ráðast í útboð …
Þær framkvæmdir sem nú var samþykkt að ráðast í útboð á. Heildarkostnaður þeirra er áætlaður um 1.400 milljónir. Kort/Reykjavíkurborg

Í fyrsta flokknum eru eftirtalin fjögur verkefni og er heildaráætlun fyrir þau upp á 390 milljónir:

  • Réttarholtsvegur - Sogavegur (stígur meðfram stokk)  - 100 milljónir
  • Bústaðavegur / Háaleitisbraut (gatnamót) – 100 milljónir
  • Elliðaárdalur. Rafstöð að Bíldshöfða (framhald frá 2021) – 130 milljónir
  • Þverársel sunnan við íþróttasvæði ÍR (framhald frá 2021) – 60 milljónir

Undir samgöngusáttmálann heyra önnur fjögur verkefni og er áætlaður heildarkostnaður þeirra 690 milljónir. Fellur sá kostnaður því ekki á borgina.

  • Skógarhlíð. Frá Litluhlíð að Skógarhlíð 2-4 -200 milljónir
  • Bústaðavegur. Við Sprengisand (framhald frá 2021) – 150 milljónir
  • Elliðaárdalur. Vatnsveitubrú að Grænugróf – 120 milljónir
  • Elliðaárdalur. Göngu- og hjólabrú við Dimmu. Verkefni í umsjón Vegagerðarinnar – 220 milljónir
Teikningar af nýju brúnni yfir Dimmu við Breiðholtsbraut, en í …
Teikningar af nýju brúnni yfir Dimmu við Breiðholtsbraut, en í dag er gömul brú sem byggð er á hitaveitustokkum. Er gamla brúin komin vel til ára sinna og getur aðgengi yfir hana reynst hættulegt, sérstaklega í frosti.

Að lokum eru tvö verkefni sem flokkast sem aðrir stígar.. Heildarkostnaður þeirra verkefna er 320 milljónir og er það hlutur Reykjavíkur.

  • Elliðaárdalur. Stígur í stað stokka – 120 milljónir
  • Kjalarnes við Hringveg 1, 1. áfangi. (framhald frá 2021). Verkefni í umsjón Vegagerðarinnar – 200 milljónir
Verkefnið Elliðaárdalur - Stígur í stað stokka. Gamlir hitaveitustokkar voru …
Verkefnið Elliðaárdalur - Stígur í stað stokka. Gamlir hitaveitustokkar voru fjarlægðir sem höfðu verið yfir neðri hluta Elliðaáa, en í staðinn á að gera nýjan stíg og verða tvær brýr eins og sjá má á teikningunni.

Þó verkefnin fari í útboð í ár er ekki þar með sagt að þau verði kláruð á þessu ári. Eins og áður hafði verið fjallað um í Hjólablaðinu eru t.d. takmarkanir á framkvæmdatíma við brýr og stíg neðarlega í Elliðaárdal (verkefnið stígur í stað stokka) og er aðeins hægt að vinna þar frá 15. október til 15. maí ár hvert. Stefnt er að framkvæmdum þar í vetur og gæti því verið opnað fyrir umferð næsta sumar.

Heildarkort sem sýnir þær framkvæmdir sem hafnar voru á árinu …
Heildarkort sem sýnir þær framkvæmdir sem hafnar voru á árinu í apríl eða fara átti í á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni mbl.is

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu með afgreiðslu málsins í borgarráði að framkvæmdunum væri fagnað, en bent var á að þetta væru aðallega stofnstígar á milli hverfa, en ekki þétting stígakerfisins innan hverfa líkt og hjólreiðaáætlunin leggur til. „Margt bendir til þess að innan hverfa sem umlykja helstu atvinnu- og þjónustuhverfi borgarinnar séu tækifæri til enn frekari fjölgunar hjólandi. Styðja þarf við þá þróun með með uppbyggingu stíga innan þessara hverfa, samhliða fjölgun stofnstíga,“ segir í bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert