Símamótið gengur glimrandi vel

mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Á morgun fer fram lokadagur Símamótsins en þetta er í 38. sinn sem það er haldið, en það var fyrst haldið árið 1985. Að sögn Margrétar Ólafsdóttur, sem stýrir mótinu ásamt öðrum, taka um 3.000 stúlkur þátt í mótinu í ár.

„Þetta er búið að ganga rosalega vel allt saman, alveg glimrandi,“ segir hún í samtali við mbl.is. Aðspurð segir hún veðrið hafa verið framar björtustu vonum.

mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Sól og blíða

„Það er búið að vera alveg ótrúlegt, sól og blíða í gær. Ég kvartaði yfir því að hafa tekið regnkápuna með en ekki sólarvörnina.“

Í dag verður keppt í riðlum og á morgun fara fram úrslit. Það kemur í ljós í kvöld hvaða lið keppa til úrslita í hverjum flokki og er mikil spenna í keppendum að sögn Margrétar.

„Við munum veita 13 bikara í fimmta flokki, 20 í sjötta og 15 í sjöunda flokki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert