Suðlægar áttir ríkjandi

Spáð 10 til 20 stiga hita í dag.
Spáð 10 til 20 stiga hita í dag. Ljósmynd/Skjáskot

Suðlægar áttir eru ríkjandi með mildu og vætusömu veðri um helgina en bjart verður með köflum á Norðaustur- og Austurlandi.

Spáð er 10 til 20 stiga hita en hlýjast verður norðaustanlands.

Á morgun mun smám saman draga úr vindi og verða skúrir síðdegis norðaustantil en áfram verður súld eða rigning sunnan- og vestanlands.

Kemur þó fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands að vindáttin snúist í norðlæga átt á þriðjudag með svölu, skýjuðu og blautu veðri fyrir norðan en að það hlýni og birti til sunnan heiða.

Frá miðvikudegi verið síðan óstöðugt loft yfir landinu, skúrir á víð og dreif og hiti á bilinu 8 til 15 stig.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert