Suðlægar áttir ríkjandi

Spáð 10 til 20 stiga hita í dag.
Spáð 10 til 20 stiga hita í dag. Ljósmynd/Skjáskot

Suðlæg­ar átt­ir eru ríkj­andi með mildu og vætu­sömu veðri um helg­ina en bjart verður með köfl­um á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi.

Spáð er 10 til 20 stiga hita en hlýj­ast verður norðaust­an­lands.

Á morg­un mun smám sam­an draga úr vindi og verða skúr­ir síðdeg­is norðaust­an­til en áfram verður súld eða rign­ing sunn­an- og vest­an­lands.

Kem­ur þó fram í hug­leiðing­um veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands að vind­átt­in snú­ist í norðlæga átt á þriðju­dag með svölu, skýjuðu og blautu veðri fyr­ir norðan en að það hlýni og birti til sunn­an heiða.

Frá miðviku­degi verið síðan óstöðugt loft yfir land­inu, skúr­ir á víð og dreif og hiti á bil­inu 8 til 15 stig.

Veður­vef­ur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert