Annað kvöld og aðfaranótt mánudags er stefnt á að fræsa og malbika akrein á Vesturlandsvegi til austurs á milli Suðurlandsvegar og Úlfarsfellsvegar. Þrengt verður í eina akrein, beygjurampur af Suðurlandsvegi lokaður og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu.
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, að því er fram kemur í tilkynningu.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 að kvöldi til 7 að morgni.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.