Þrengja Vesturlandsveg vegna framkvæmda

Malbikun. Mynd úr safni.
Malbikun. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annað kvöld og aðfaranótt mánudags er stefnt á að fræsa og malbika akrein á Vesturlandsvegi til austurs á milli Suðurlandsvegar og Úlfarsfellsvegar. Þrengt verður í eina akrein, beygjurampur af Suðurlandsvegi lokaður og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 að kvöldi til 7 að morgni.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert