Tveir gripnir í símanum við akstur

Tveir játuðu farsímanotkun við akstur.
Tveir játuðu farsímanotkun við akstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo í morgun vegna notkunar á farsíma við akstur í miðborginni í dag. Báðir játuðu brotin og eiga von á sekt. 

Þá stöðvaði lögregla tvo vegna hraðaaksturs og einn við almennt eftirlit, þar sem grunur lá fyrir um ölvunarakstur. Fór málið í hefðbundið ferli hjá lögreglu.

Tilkynnt var þá um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á ljósastaur og er hann grunaður um ölvun við akstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert