Úrskurða Kópavogi í vil í deilu um Hamraborg

Kópavogur hafði betur fyrir úrskurðarnefndinni, um uppbyggingu í Hamraborg.
Kópavogur hafði betur fyrir úrskurðarnefndinni, um uppbyggingu í Hamraborg. mbl.is/Sigurður Bogi

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur vísað frá kæru Vina Kópa­vogs á ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs þess efn­is að samþykkja deili­skipu­lag í svo­kölluðum miðbæ Kópa­vogs í Hamra­borg.

Klof­in úr­sk­urðar­nefnd

Kær­um 36 aðila með lög­heim­ili í Kópa­vogi sem fóru fram á sama hlut, var hafnað. Nefnd­in var klof­in í úr­sk­urði sín­um og skiluðu tveir nefnd­ar­menn af sex séráliti í mál­inu.

Samþykkt var að byggja 600 til 700 íbúðir í Hamra­borg og aust­an við hana í Traðarreit, í des­em­ber síðastliðnum og kærðu Vin­ir Kópa­vogs auk 36 aðila með lög­heim­ili á staðnum niður­stöðuna.

Töldu þeir af­greiðslu ákvörðun­ar­inn­ar haldna veru­leg­um form- og efn­is­ann­mörk­um sem ættu að leiða til ógild­ingu henn­ar. Þá var bæj­ar­stjórn kærð fyr­ir sam­ráðsleysi við íbúa svæðis­ins en einnig fyr­ir að hafa ekki fylgt skipu­lagslög­um.

Kópa­vogs­bær hafnaði því að af­greiðsla bæj­ar­stjórn­ar hefði ekki verið full­nægj­andi og féllst meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar á máls­ástæður bæj­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert