Dreymdi lengi um að ná draumaskotinu

Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Hörð Krist­leifs­son, 23 ára ljós­mynd­ara, hef­ur und­an­far­in ár dreymt um að ná sann­kölluðu drauma­skoti af Keili á Reykja­nesskaga, þar sem hann stend­ur á toppi fjalls­ins um­lukinn þoku­skýj­um. Keil­ir er ekki hátt fjall, eða um 379 metra yfir sjáv­ar­máli, og því er sjald­gæft að upp­lifa „skýjagólf” þar. 

„Þegar ég gekk á Keili í fyrsta sinn og stóð á toppn­um ímyndaði ég mér hversu flott það væri að ná mynd af mér fyr­ir ofan ský­in, þar sem topp­ur­inn stæði upp úr. Eft­ir nokkr­ar til­raun­ir síðustu ár tókst það loks­ins og niðurstaðan var um­rædd mynd,” seg­ir hann í sam­tali við mbl.is

Ljós­mynd/​Hörður Krist­leifs­son

Tals­verð áskor­un

Hörður lagði af stað um hálf­níu­leytið að kvöldi til þann 20. júní að Keili þar sem veður­spá­in lofaði góðu. Þegar hann komst upp á topp­inn um tíu leytið voru eng­in ský ná­lægt Keili, en þá nýtti hann tím­ann og tók mynd­ir þar til sól­in sett­ist á miðnætti. Eft­ir sól­set­ur beið hann ró­leg­ur á toppn­um þar til þoku­ský byrjuðu að nálg­ast Keili klukk­an rúm­lega eitt að nóttu til. Rétt fyr­ir tvö var topp­ur­inn síðan al­veg um­lukinn þoku­skýj­um. 

„Þá sendi ég drón­ann upp og næ þessu drauma­skoti. Það voru sum­arsól­stöður þannig að það var enn bjart úti, him­in­inn var al­veg gló­andi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að sök­um hæð fjalls­ins þá get­ur verið tals­verð áskor­un að ná slíkri mynd.

Ljós­mynd/​Hörður Krist­leifs­son

Að sögn Harðar hef­ur hann ein­beitt sér að ljós­mynd­un á ís­lensku lands­lagi und­an­far­in ár, og þá sér­stak­lega með dróna. Hörður held­ur úti In­sta­gram aðgangi þar sem hann deil­ir ljós­mynd­um sín­um með fylgj­enda­hópn­um, sem tel­ur um 513 þúsund manns í dag. 

Leit út fyr­ir að vera í gígn­um

Hörður er með lista yfir staði sem hann lang­ar til að mynda í ákveðnum draumaaðstæðum. Íslenskt sum­ar, þegar það er bjart all­an sól­ar­hring­inn, er að sögn hans í miklu upp­á­haldi og hef­ur hann stundað það að fara í fjall­göng­ur á nótt­unni til að ná mynd­um af sól­setri og sól­ar­upp­rás. 

Ljós­mynd/​Hörður Krist­leifs­son

„Það eru nokkr­ar „bucket-list“ mynd­ir sem maður hef­ur á lista. Það var ljós­mynd­in af Keili sem og mynd­in af Karl­in­um á Reykja­nesi. Árið 2020 gekk ég upp á Kirkju­fell í Grund­arf­irði á sum­arsól­stöðum, og á sama tíma í fyrra gekk ég á Lómagnúp á Suður­landi.“

Ljós­mynd/​Hörður Krist­leifs­son

Líkt og marg­ir aðrir land­ar lét Hörður sig ekki vanta þegar eld­gos hófst í Fagra­dals­fjalli. Námu ferðir hans að gos­inu í heild um þrjá­tíu skipti.

„Eft­ir­minni­leg­asta augna­blikið mitt við gosið var 30. apríl 2021 þegar gíg­ur­inn var í stöðugri kvikustróka­virkni. Þá stóð ég í 200 metra fjar­lægð frá gígn­um og horfði á hraunið skjót­ast hundrað metra upp í loftið. Ég ákvað að taka eina mynd þar sem ég stillti mynda­vél­inni upp á þrífót með aðdrátt­ar­linsu í 100 metra fjar­lægð frá mér. Þannig lét aðdrátt­ar­lins­an líta út fyr­ir að ég stæði beint fyr­ir fram­an gíg­inn, en í raun var ég í ör­uggri fjar­lægð.“ 

Ljós­mynd/​Hörður Krist­leifs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert