Fáir höfðu trú á framtakinu

Bob Geldof á sviðinu á Live Aid í júlí árið …
Bob Geldof á sviðinu á Live Aid í júlí árið 1985. AFP/PA

Í júlí­mánuði árið 1985 tóku popp­ar­ar hönd­um sam­an og héldu tón­leika sam­tím­is beggja vegna Atlants­hafs­ins til styrkt­ar fólki sem átti um sárt að binda í Eþíóp­íu vegna hung­urs­neyðar.

Live Aid voru tón­leik­arn­ir kallaðir og eru fyr­ir löngu orðnir fræg­ir. Tón­leik­arn­ir og ým­is­legt í kring­um uppá­tækið skilaði geysi­leg­um upp­hæðum sem sann­ar­lega björguðu manns­líf­um í Eþíóp­íu. Þar sem fram­takið er jafn þekkt og raun ber vitni þá kann að koma ein­hverj­um spánskt fyr­ir sjón­ir að fáir höfðu trú á því að tón­leik­arn­ir yrðu að veru­leika á sín­um tíma. Fyr­ir vikið höfðu tón­list­ar­menn­irn­ir eng­an sér­stak­an áhuga á að vera með þótt málstaður­inn væri góður. Farið var yfir marg­ar erfiðar hindr­an­ir þótt tón­leik­arn­ir hafi að stærstu leyti heppn­ast vel og þar með söfn­un­in sem var aðal­atriðið.

Oft er ágætt að byrja á byrj­un­inni en haustið 1984 voru sýnd­ar slá­andi frétta­mynd­ir á BBC sem sýndu af­leiðing­ar hung­urs­neyðar­inn­ar í Eþíóp­íu. Þess­ar frétta­mynd­ir fóru víða um heima og hafa tæp­lega látið nokk­urn ósnort­inn sem þær sáu. Þess­ar sömu frétta­mynd­ir mátti til að mynda sjá í mynd­band­inu við lagið Hjálp­um þeim þegar tón­listar­fólk á Íslandi lagðist á ár­arn­ar í hjálp­ar­starf­inu.

Ólík­leg hetja

Ólík­indatólið Bob Geldof var heima hjá sér í London að horfa á frétta­tím­ann. Frétt­in hreyfði það mikið við Geldof að hann linnti ekki lát­um fyrr en hann hafði sett í gang verk­efni til að safna fé. Geldof viður­kenn­ir að hann hafi sjálf­ur ekki skipt miklu máli í tón­list­ar­heim­in­um á þessm tíma. Fer­ill hans hafði verið á niður­leið um skeið en hljóm­sveit­in The Boomtown Rats hafði náð tölu­verðum vin­sæld­um nokkr­um árum fyrr og Geldof þekkti því flesta í brans­an­um á Bret­lands­eyj­um.

Midge Ure og Sir Bob Geldof.
Midge Ure og Sir Bob Geldof. AFP/​Max Nash

Geldof hafði sam­band við Skot­ann Midge Ure sem á þess­um árum samdi hvern slag­ar­ann á fæt­ur öðrum með Ultra­vox en Ure tróð upp hér á Íslandi árið 2018 með Tod­mobile. Ure út­setti jóla­lagið Do They Know It’s Christ­mas? sem þeir sömdu sam­an og Geldof smalaði sam­an ýms­um þekkt­um Bret­um úr popp­inu til að syngja í stúd­íói. Þau kölluðu sig Band Aid og fram­takið var upp­hafið að Live Aid sem fór fram sum­arið eft­ir. Viðbrögðin voru þó blend­in. Frekju­hund­ur­inn Bob Geldof þótti ekki ýkja­trú­verðugur í góðgerðar­hlut­verk­inu og marg­ir töldu hann ein­fald­lega von­ast eft­ir því að halda sér í umræðunni með þessu.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn Claire Berts­hinger var á vett­vangi í Eþíóp­íu og var rætt við hana í frétt­inni frægu. Henni var ekki skemmt. Fyrsta upp­lif­un henn­ar var að uppá­tækið væri fá­rán­legt, text­inn hallæris­leg­ur og þar væru popp­ar­ar að reyna að gera hung­urs­neyð í Afr­íku að féþúfu. Síðar sagðist hún hafa skipt um skoðun þegar hún sá hverju tón­leik­arn­ir árið eft­ir skiluðu.

Tækni­lega ill­viðráðan­legt

Geldof og Ure vildu skilj­an­lega tryggja að upp­hæðirn­ar sem söfnuðust með sölu smá­skíf­unn­ar myndu skila sér til þeirra sem á þurftu að halda. Rauða kross­in­um treystu þeir en síður stjórn­völd­um í Eþíóp­íu. Geldof var því hvatt­ur til að fara á staðinn og sjá hjálp­ar­starfið með eig­in aug­um sem hann gerði. Ekki dró það úr áhug­an­um að safna fé fyr­ir hjálp­ar­starfið og smám sam­an varð hug­mynd­in að tón­leik­un­um til.

Hug­mynd­in að stór­tón­leik­um í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu á sama tíma í beinni út­send­ingu var lang­sótt ef horft er til tækn­inn­ar á þess­um árum. Nán­ast eina for­dæmið fyr­ir beinni sjón­varps­út­send­ingu um all­an heim­inn fram að þessu var Ólymp­íu­leik­arn­ir í Los Ang­eles ári áður. 

Grein­ina í heild sinni er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert