Festust úti í miðri Steinsholtsá

Mennirnir voru dregnir í land og bifreiðin í kjölfarið.
Mennirnir voru dregnir í land og bifreiðin í kjölfarið. Ljósmynd/Landsbjörg

Tveir menn festust í bifreið úti í miðri Steinsholtsá rétt fyrir klukkan sex í dag. Voru  björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk kölluð út í kjölfarið.

Mennirnir voru orðnir kaldir og blautir þegar björgunaraðilar mættu á svæðið. Skálavörður sótti mennina á dráttavél úr Langadal og keyrði þá í land.

Þegar björgunarsveitarmennirnir komu á svæðið festu þeir bílinn með spotta og drógu hann í land með dráttarvélinni á svæðinu.

Bíllinn var óökufær og mennirnir fengu far með björgunarsveitarbíl til byggða.

Ljósmynd/Landsbjörg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert